þekking og reynsla

Öryggi er ákvörðun

Árangursrík stjórnun byggir á fagmennsku

Ráðgjöf og Þjónusta

Stuðningur við sjálfstæða stjórnendur

Við störfum með stjórnendum sem vilja auka frammistöðu og getu með fagmennsku, gæði og framþróun að leiðarljósi.

Við hugsum okkar í lausnir í kerfum sem tryggja skilvirkt flæði og stöðug gæði.

Upplýsingaöryggi og Hagnýting tækninnar

Tækifæri og ábyrgð

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að koma auga á ný tækifæri til tæknilegra umbreytinga og leggja mat á fýsileika þeirra.

Við veitum ráðgjöf um hvernig útfæra má nýja tækni svo hún uppfylli kröfur um upplýsingaöryggi og persónuvernd.

Samskipti og breytingar

Samlegð með skilvirkum samskiptum

Við veitum leiðsögn um hvernig skapa má samlegð og sátt um breytingar með opinskáum og heiðarlegum samskiptum við helstu hagaðila.

Lausnaráðgjöf

innleiðing breytinga

upplýsingatækniráðgjöf

stjórnun upplýsingatæknirekstrar

Stjórnun Upplýsingaöryggis (ISO27001)

Stjórnun upplýsingatækniþjónustu (ITIL)

Opinber innkaup - útboðsskrif - tilboðsgerð

Reynslubankinn

Við þekkjum vel til samningsgerðar hjá hinu opinbera í samræmi við lög um opinber innkaup, samningsgerðar sem tekur til vinnslu persónuupplýsinga og stjórnun upplýsingaöryggis hjá seljanda sem og samningsgerðar þar sem skilgreina þarf afhendingaröryggi og ákvæði um skilvirkni aðfangakeðjunnar
— Reynsla af Innkaupum hjá landspítala og reykajvíkurborg
Við aðstoðum við virka stjórnun úthýstrar þjónustu með því að leggja okkar þekkingu og reynslu á vogarskálarnar

Vandaðir samningar eyða óvissu um hvað þjónusta á að fela í sér, hvaða virði hún á að skapa og hvernig skuli mæla árangur

Grunnur að farsælu samningssambandi felst í trausti og skilvirkum samskiptum þar sem ábyrgð aðila er skýr og henni sinnt af heilindum
— Reynsla af úthýsingu og farsælli umjsón þjónustusamninga
Við höfum viðamikla reynslu af umsjón og viðhaldi stjórnkerfa fyrir upplýsingaöryggi ISO27001 og ITIL en þekkjum einnig til stjórnkerfa fyrir umsjón og viðhald skilvirkrar aðfangakeðju og mannvirkjagerðar
— Reynsla frá Landspítala, Húsasmiðjunni, Reykjavíkurborg og HMS

Kjartan Kjartansson

Með gleðina að vopni

Viðamikil reynsla af stjórnun hjá bæði einkafyrirtækjum og opinberum aðilum er minn styrkur.
Mín helstu sérsvið eru úthýsing og rekstur upplýsingatækniþjónustu, opinber innkaup, verkefnastjórnun og stjórnun upplýsingaöryggis (ISO27001, ITIL, GDPR).

Ég er viðskiptafræðingur BSc með áherslu á vörustjórnun frá Tækniháskóla Íslands og með meistaragráðu í upplýsingastjórnun (MIM) frá Háskólanum í Reykjavík.